Kisutangó

Börnunum finnst gaman að syngja þetta skemmtilega lag. Sum þeirra vilja dansa, en önnur vilja bara syngja og fylgjast með dansinum.

Kisutangó

Þegar við syngjum þetta lag er það venjulega þannig að tvö börn fá kattagrímur eða kattaeyru og dansa kattatangó úti á gólfi eða í hringnum miðjum. Við hin gerum handahreyfingar sem passa við textann og tvö eða þrjú börn hafa hljóðfæri eða hljóðgjafa (t.d. talnagrindastafi) sem þau spila á.

Kisutangó

Mín kisa á vökul eyru og veiðihár og rófu
og viðkvæmt lítið trýni hún sleikir oft og þvær.
Hún unir dátt við leiki og aldrei sýnir klær
og engin kisa í heimi á svo fimar tær.

Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó.
Hún teygir sig og reigir og er svo fött og brött.
Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó.
Ég trúað gæti að margir vildu eiga slíkan kött.
Tralalalalala Mjáá!

Lag: Japanskt þjóðlag.
Íslenskur texti: Magnús Pétursson (þýðing úr dönsku útgáfunni).

M.a. á disknum 100 íslensk barnalög í flutningi Sólskinskórsins - einnig hér á Spotify.

Gítargrip

// Am Am / Am Dm /
/  Dm E7 / E7 Am /
/  Am Am / A7 Dm /
/  Dm Am / E7 Am //

// Am Dm / Dm Am /
/  Am E7 / E7 Am /
/  Am Dm / Dm Am /
/  Am E7 / E7 Am /
/  Am Am E7 / Am //

Kisugríma

Síðast breytt
Síða stofnuð