Litla spíran

Ímyndaðu þér að þú ert blómknúppur sem ekki er sprunginn út. Hvers konar blóm ætli þú sért? Hvernig ertu á litinn? Hvernig er ilmurinn þinn? Mikið verður það spennandi að springa loksins út og komast að þessu öllu saman! Þetta lag er alveg tilvalið fyrir vorið og sumarið og ekki síst ef leikskólabörnin eru að gróðursetja blóm og grænmeti og fylgjast með þeim vaxa og dafna.

Litla spíran

Spíra spengileg,
sprett og þroskast ég.
Innan tíðar verð ég blóm.
Hvað er það sem ég er?
Lilja eða ber?
Ég veit það ekki en
ég veit það þó
að ég spíra, spíra, spíra, dillidó!

Vex ég upp í ljós.
Verð ég kannski rós?
Innan tíðar spring ég út.
Verð ég himinblá?
Eða verð ég gul sem sólin
er hún skín svo 
skært á mig?
Góða, glaða, sæta, gula sól!

Lagið með gítargripum (PDF)

Lag:"Spiresangen" eftir Hans-Henrik Ley
Texti: Roselil & Virtus Schade
Birte Harksen íslenskaði

Myndskeið

Við Imma gerðum myndskeið með laginu í tengslum við Birte- og Immustundina okkar sem fjallar um garðyrkju og plöntur og í kringum okkur má sjá plöntur sem Urðarhólsbörnin hafa ræktað.

Nostalgía

Þetta lag er af danskri barnaplötu sem ég elskaði sem barn: "Lille Spire" frá 1970. Ég var svo hrifin af sögunni og lögunum á plötunni að ég gerði ásamt systur minni upptökur á kassettu þar sem við spiluðum lögin saman. Kirsten systir spilar undirspil á gítar og ég spila laglínurnar á málmspil. Til gamans setti ég hér inn þessar gömlu upptökur: ki_og_bi-instr_til_lille_spire.mp3.

Síðast breytt
Síða stofnuð