Svanir fljúga suður

Við erum mikið að fjalla um álftir og svani þessa dagana hjá okkur í leikskólanum, og mig langaði til að gera texta um það að flestir svanir séu núna að fara að fljúga suður til Bretlands þar sem þeir verða yfir veturinn. Laglínan er "Lítill heimur" sem flestir þekkja.

Svanir fljúga suður

Nú er haust og veðrið er orðið kalt
það er rok og rigning hér úti um allt

Eins og þeir eru vanir
þá safnast nú svanir
og fljúga burt!

Fljúga saman suður nú
Fljúga saman suður nú
Fljúga saman suður nú
- fram á næsta vor!

Lagið með gítargripum

Lag: Lítill heimur
Texti: Birte Harksen og Baldur Kristinsson

Myndskeið

Eftirfarandi upptaka var gerð á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í byrjun október 2009.

Svanur í heimsókn

Hér er einn svanurinn kominn til að kveðja 3ja ára börnin á deildinni áður en hann flýgur af landi brott. Svaninn fundum við í Barnasmiðjunni og hann hefur haft mörg hlutverk undanfarið - t.d. verið bæði prins og prinsessa í álögum ("Dimmalimm" og "Svanavatnið").

Síðast breytt
Síða stofnuð