Maja maríuhæna

Lagið um Maju maríuhænu er þekkt danskt barnalag (Mariehønen Evigglad). Hér er textinn í íslenskri þýðingu. Lagið fjallar um maríuhænu og snigil sem hittast, verða vinir og giftast að lokum. Það er að finna á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög.

Maja maríuhæna

Maja Maríuhæna
fór í gönguferð væna
og rakst þar á hann Sigga Fel
sem svaf í sinni sniglaskel

Svo kom rok og steypiregn
og Maja blotnaði í gegn.
”Kæra Siggi, hleyp mér inn
í sniglaskeljarkuðunginn”

”Já, gakkt' í bæinn, Maja kær
svo þorni þínar blautu tær.
Stofan mín er þröng og mjó
en alveg laus við regn og snjó”

Þá sátu Maja og Siggi hér
alla nótt og skemmtu sér.
Þau urðu vinir eins og skot
Og gíftust svo um áramót!

Lag: Henning Hansen / Texti: Halfdan Rasmussen
Þýðing: Baldur Kristinsson og Birte Harksen

Gítargrip

Capo 3.

//D/A/
 /A/D/
 /G/D/
 /A/D//

Upptaka frá Menningarviku í Mosfellsbæ (apríl 2012):

Kynning á laginu

Þegar ég kynni lagið fyrir börnunum byrja ég venjulega á að segja þeim söguna um Maju og Sigga Fel:

  • Maja er maríuhæna sem finnst gaman að fara í gönguferð. (Ég dreg maríuænuna hringinn og læt hana kanna margt á leiðinni, t.d. tærnar á börnunum).
  • Hún sér sniglahúsið hans Sigga, þar sem Siggi liggur og sefur (börnin gefa frá sér hrotuhljóð) og labbar fyrst áfram.
  • Skyndilega verður mikið óveður: rok og rigning. (Börnin gera regnhljóð með fingrunum á gólfinu og segja eins og vindurinn sem blæs).
  • Maja verður gegnblaut. (Börnin skjálfa og láta glamra í sér tennurnar).
  • Hún bankar til dyra á sniglahúsinu. (Börnin banka).
  • Siggi vaknar og kemur út til að heilsa upp á Maju. Loks býður hann henni inn fyrir. (Ég læt hann segja "Gakktu í bæinn!" og útskýri fyrir þeim hvað það merkir).
  • Stofan hans Sigga er þröng, en það er engin rigning inni hjá henni, svo að Maju þornar fljótt.
  • Svo sitja þau og hafa það skemmtilegt. Þau verða strax góðir vinir og sitja alla nóttina og tala saman og hlæja.
  • Um morguninn eru þau orðin ástfangin og Siggi spyr Maju hvort hún vilji giftast sér. Ég spyr börnin: "Hverju haldið þið að hún hafi svarað?"
  • Maja segist vilja gifta sig á gamlárskvöld því þá er svo fallegt út af öllum flugeldunum.
  • Sigga finnst það prýðileg hugmynd og kyssir hana. (Börnin gera kossahljóð).

Því næst syngjum við lagið.

Síðast breytt
Síða stofnuð