Maja Maríuhæna og önnur barnalög

Geisladiskurinn minn

Diskurinn minn, Maja Maríuhæna og önnur barnalög, er nú aðgengilegur öllum á Spotify. Hann inniheldur 12 stutt barnalög sem auðvelt er að nota í leikskólastarfinu. Flest laganna eru þýdd úr dönsku, en einnig eru þarna frumsamin lög og erlend þjóðlög með frumsömdum texta.

Lögin á disknum

Lagalistinn er hér að neðan. Þeir sem vilja sækja lögin fremur en bara hlusta á þau gegnum Spotify geta sótt þau sem mp3-skrár með því að smella á mp3-tenglana á eftir hverju lagi. Smellið á nafn lagsins til að fara á sérsíðu um það, með texta, gítargripum o.fl.

 1. Ruggutönnmp3
 2. Ljónafjölskyldamp3
 3. Kirie-Kiriomp3
 4. Ég er fiðrildimp3
 5. Hesturinn minnmp3
 6. Gaggala-gúmp3
 7. Maja maríuhænamp3
 8. Ingi indjánimp3
 9. Lítil lirfamp3
 10. Álfadrottninginmp3
 11. Á Íslandi á ég heimamp3
 12. 1-2-3 maríuhænurmp3

Hvernig diskurinn varð til

Fyrir mörgum árum, þegar ég var að byrja með Börn og tónlist, fékk ég stórkostlegt tækifæri til að búa til smá geisladisk með aðstoð frá Sigtryggi Baldurssyni tónlistarmanni. Diskurinn fékk ágætar viðtökur meðal leikskólabarna og fáein laganna hafa orðið nokkuð þekkt, kannski sérstaklega Ruggutönn.

Alveg frá því ég byrjaði að starfa sem leikskólakennari hef ég með dyggri aðstoð mannsins míns, Baldurs Kristinssonar, þýtt allmörg dönsk barnalög til að geta notað þau í söngstundum o.s.frv. Vorið 2007 bauðst Sigtryggur Baldursson til að aðstoða mig við upptökur á sumum þessara laga í hljóðveri svo að ég gæti gefið þau út á geisladiski. Það þáði ég auðvitað með þökkum, og útkoman er þessi stutti diskur með 12 lögum (um 20 mín. samtals).

Fjórar stelpur af elsta ári á Urðarhóli komu með mér í hljóðverið til að syngja með mér á helmingi laganna, og sonur minn, Matthías, syngur einsöng í einu lagi, Kirie-Kirio.

Varðandi undirspilið, þá spilaði ég undir á gítar, en auk þess gerði Sigtryggur mjög mikið til að bæta hljóðmyndina. Hann bætti við ýmsum hljóðfærum, sérstaklega ásláttarhljóðfærum, og sá almennt um hljóðblöndunina. Hann á miklar þakkir skildar fyrir þetta og án hans hefði platan aldrei orðið til.

Svipmyndir

Hér eru líka til gamans nokkrar myndir frá upptökunum í hljóðverinu:

Birte á upptökudegi

Sigtryggur og Matthías

Matthías

Sigtryggur gerir klárt

Stelpurnar

Risastórar trommur

Síðast breytt
Síða stofnuð