Sorgmæddi Risinn

Merkisteinn, Eyrarbakka

Elstu börnin á Merkisteini í heilsuleikskólanum Brimveri á Eyrarbakka sömdu mjög skemmtilegt lag og texta við leikrit sem þau fluttu á útskriftardaginn sinn vorið 2015. Leikritið er byggt á bókinni Einu sinni var raunamæddur risi eftir Áslaugu Jónsdóttur. Á myndskeiðinu sem Hjördís Heiða Másdóttir, deildastjóri á Merkisteini bjó til, má fylgjast með þegar þegar börnin syngja lagið. Þau nutu aðstoðar tónlistarkennarans Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur við undirbúning.

Börnin bjuggu til grímur til að tákna dýrin í sögunni.

Sorgmæddi risinn

Risinn er leiður og leitar að hlátrinum, 
hann þrammar og þrammar um dali og fjöll.

Hann dýrin öll finnur, en þau ekkert hlæja 
og risinn ekki heldur hann leiður því er.

Að lokum hann finnur börnin að leik 
og hlýnar að innan og loks skellihlær.

Tralla-la-la-la La-la-la-la-la
Tralla-la-la-la La-la-la-la-la

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð