Hljóðkönnun og hljóðaleit

Börnin í Urðarhóli árið 2009 voru að vinna í því að búa til neðansjávartónlist. Þau könnuðu hljóðin sem mismunandi hlutir gáfu frá sér við áslátt o.þ.h. til að meta hvaða hljóð pössuðu best inn í það verkefni. Hvert barn valdi sér síðan hljóðgjafa til að gera upptöku með.

Því miður eru ekki til vídeóupptökur af nema litlu broti af þessu ferli, en myndirnar sem eru líka hér á síðunni geta gefið hugmynd um hvernig vinna barnanna fór fram. Börnunum þótti gaman að gera upptökur, og það er hægt að hlusta á niðurstöðuna í mp3-skránni hér: Nedansjavartonlist.mp3.

Síðast breytt
Síða stofnuð