Fiðrildalag eftir 5 ára stelpu

Fimm ára stelpa á deildinni hjá mér samdi þetta skemmtilega fiðrildalag.

Lagið og hvernig það varð til

Lagið varð til á eftirfarandi hátt: Við vorum úti á leikvelli. Hún var að róla sér ásamt fleiri stelpum og ég (Birte) var hjá þeim. Við vorum að tala um fiðrildi, sem var þemadýrið á deildinni í þeim mánuði. Svo spurði ég stelpurnar hvort þær gætu kannski fundið upp á lagi um fiðrildi.

Stelpan byrjaði strax á fyrsta erindi af þessu lagi. Laglínan sem hún notaði var annar hluti af "Inn og út um gluggann" (þann hluta sem upphaflega hefst á "Nem ég staðar á bak við..."). Fyrsta erindið var svona:

Fiðrildi, fiðrildi, viltu koma inn?
Fiðrildi, fiðrildi, viltu gista hér?
Fiðrildi, fiðrildi, hvað viltu gista lengi?
Fjóra daga, ef þú leyfir mér.

Við byrjuðum strax að syngja lagið, en hún vildi búa til annað erindi, þar sem fiðrildið er að bjóða henni að fljúga með sér. Það varð svona:

Stelpa, stelpa, viltu koma með?
Stelpa, stelpa, að leika þér með mér?
Viltu koma með mér að hitta vini mína
sem eru inni í púpunum og vilja hitta þig?

Í stað "stelpa" söng hún raunar eigið nafn.

Leikur við þetta lag

Seinna sama dag þegar ég var með tónlistar- og hreyfistund með hennar hópi, gripum við lagið og bjuggum til leik sem að uppbyggingu var innblásinn af "Inn og út um gluggann". Leikurinn er svona:

Allir standa í hring, haldast í hendur og syngja lagið, nema eitt barn sem leikur fiðrildið og "flögrar" inn og út úr hringnum á sama hátt og í "Inn og út um gluggann". Fiðrildið velur e.t.v. sjálft hversu marga daga það vill gista.

Barninu þar sem fiðrildið stoppar er boðið að fljúga með, og við syngjum 2. erindi (meå nafni barnsins sem var valið). Í næstu umferð eru því tvö fiðrildi og það er nýjasta fiðrildið sem velur. Leikurinn heldur áfram eins lengi og maður vill eða þar til öll börnin eru orðin að fiðrildum.

Síðast breytt
Síða stofnuð