Skessan í hellinum

Elstu börnin á Urðarhóli fóru í útskriftarferð á Reykjanes þar sem þau heimsóttu bæði Víkingasafnið og skessuna í Skessuhúsinu. Hópur þeirra vann úr þessari upplifun ásamt leikskólakennaranum sínum, Guðrúnu Björnsdóttur. Þetta gat meðal annars af sér nýtt lag sem börnin bjuggu sjálf til.

Skessan í hellinum

Ég sá skessu uppi í helli,
við vorum að borða nesti,
það var rosalega kalt.

Skessan kom á belti,
og elti þennan mann.
Jón Geir heitir hann.
Jón Geir, Jón Geir heitir hann.

Myndskeið

Hvernig lagið varð til

Guðrún Björnsdóttir segir frá:

Við byrjuðum stundina á að ræða um ferðina sem við fórum í gær og voru allir sammála um að hún hafi verið skemmtileg í alla staði nema þau urðu fyrir smá vonbrigðum með skessuna - þau vildu hafa meira líf í henni. Þegar þau völdu sér viðfangsefni úr ferðinni og komu samt skessan og hellirinn hennar sterkast fram, þótt víkingaskipið væri líka inni í myndinni.

Við skiptum upp í tvo hópa og sem unnu á stórt pappaspjald. Efniviðurinn var aðallega efnisbútar og eitthvað smá skraut í skessuna.

Það var smá jólastemming í hópnum og er skessan svo skrautleg vegna að hún er svo jólaleg. það voru sungin jólalög og vorlög og þegar verkinu lauk voru þau byrjuð að draga sig í hljóðfærin og spila og syngja og semja smá hendingar og allt í einu kom María og bað mig að skrifa niður textann sem þau voru byrjuð að semja. Þá fór allt á flug og þau komu með hverja hendinguna á fætur annarri og síðan byrjuðu þau að semja lag og báðu mig að syngja því þau gætu ekki lesið skriftina mína.

Svo kom Birte og við báðum hana að taka upp ljóð og lag og allir tóku þátt. Síðan lauk stundinni smátt og smátt en þrjú börn héldu áfram við tónsmíðagerð og hljóðfæragerð. Það voru notaðir kubbar, hólkar og það sem var fyrir hendi, og blöð til að skrá tónverkið. Þetta verk fékk að standa fram yfir hádegi, og svo var hinum hópnum boðið að vera með og Birte tók upp aftur. Þetta var dásamleg upplifun!

Síðast breytt
Síða stofnuð