Sjóræningjalagið

Hópur barna á Urðarhóli bjuggu til þetta lag haustið 2005. Öll börnin fengu að koma með eina línu sem þeim fannst að ætti að vera í laginu, og eitt barnanna lagði til að við ættum að binda erindin saman með því að endurtaka "Hæ hó, hæ hó, hæ hó". Laglínan er svo einföld að hún varð nánast til af sjálfu sér.

Sjóræningjaleikur

Á foreldrardegi

Á foreldrardegi

Eftir að búið var að semja lagið brugðum við á það ráð að búa til myndir til að auðvelda börnunum að muna hvernig lagið væri og í hvaða röð línurnar ættu að vera.

Neðst á síðunni má sjá tvær myndbandsupptökur. Á annarri er lagið nýfætt og hópur drengja er að syngja það (og um leið að leggja það á minnið með stuðningi myndanna). Síðari upptakan sýnir þegar öll deildin kemur fram saman og flytur lagið fyrir afganginn af leikskólanum.

Sjóræningjalagið

Hæ hó, hæ hó, hæ hó!, 
Við erum sjóræningjar!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Eins og pabbi hennar Línu!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Við förum út á sjó!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Við stýrum skipinu!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Við skjótum úr fallbyssum!
Bang! Bang! Bang!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Við finnum fjársjóðskistu!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Við kunnum að flauta!
Flaut! Flaut! Flaut!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó!
Og einn datt í sjóinn!

Hæ hó, hæ hó, hæ hó! 
Og hákarlinn átt hann!
Smjatt! Smjatt! Smjatt!

Þróun lagsins

Nú eru liðin allmörg ár síðan lagið varð til en það hefur haldið vinsældum sínum. Meðal annars hef ég búið til stóran myndrenning til að hjálpa börnunum að muna eftir því og til að gera það aðlaðandi. Það er líka skemmtilegt að leyfa barnahópunum að búa til sína eigin útgáfu, þannig að þau fá að ráða hvað gerist í laginu og þau teikna og myndskreyta sjálf.

Myndskeið (frá 2005!)

Síðast breytt
Síða stofnuð