Rokk og ról strætó

Einn dásamlegan vordag fékk 5 ára strákur hugmynd að rokklagi sem hann kallaði "Rokk og ról Strætó". Lagið fékk strax hljómgrunn í barnahópnum og setti af stað skemmtilegan hljómsveitarleik sem entist alla útivistina. Hljómsveitin tók upp á að syngja fleiri vinsæl lög og ferðaðist um allan garð. "Mikið er þetta flottur leikur hjá ykkur", sagði ég eftir að vera búin að fylgjast með þeim lengi. "Nei, þetta er ekki leikur. Þetta er í alvöru!" var svarið. Hvað var ég að hugsa?! ;)

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð