A og bé

Flest börn elska að bulla og þetta lag er einmitt svo skemmtilega fáranlegt að það er ekki hægt annað en að hafa gaman af því. Það er þar fyrir utan mjög einfalt að nota lagið ef maður ætlar að láta börnin semja texta því að þau geta auðveldlega bætt við það sínu eigin "bulli". Það gerðist einmitt einn daginn í samverustund hjá Ingulind og Immu en það sem börnin fundu upp á í það skiptið er feitletrað hér fyrir neðan. Lagið er úr Emil í Kattholti og heitir "Uppochnervisan" á sænsku.

Grísinn galar uppi í tré - Arnar Páll, 5 ára

Lítil mús til okkar fús kom og byggði hús - Snæbjörn, 5 ára

Lítið ljón á trampólín hoppar eins og flón - Brynjar, 5 ára

Keyrir kría, syngur sussubía - Sóley, 5 ára

A og bé

D
A og bé, spott og spé,
A       D
grísinn galar uppi í tré.
D
Lítil mús til okkar fús,
A   A7   D
kom og byggði hús.

A   D  
Lamb í baði 
A      D
borðar súkkulaði.
A   D    
Hundur jarmar,
E   E7   A 
galar grísinn hátt.

A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Lítið ljón á trampólín
hoppar eins og flón

Keyrir kría 
syngur sussubía
Kanína talar
Baular köttur hátt

A og bé,
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Hróp og köll um víðan völl
og þá er sagan öll.

Úr leikritinu um Emil eftir Astrid Lindgren
Lag: Georg Riedel
Texti: Böðvar Guðmundsson – með smá feitletraðri viðbót frá okkur

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð