Leikur verður til

Ég bara verð að deila með ykkur þessu frábæra myndskeiði sem sýnir svo dásamlega hvernig hreyfileikir geta þróast í barnahópum: Við vorum búin að ýta borðunum á deildinni til hliðar svo að börnin gætu fengið pláss til að dansa frjáls. Nema allt í einu fóru þau að hlaupa í hring og láta sig detta á gólfið... Við vorum mjög nálægt því að stoppa þau af, þegar við föttuðum að hér var ekki um "fíflagang" að ræða heldur var leikur að þróast fyrir framan okkur. Ég var alveg í skýjunum yfir at hafa náð þessu á myndband :o)

Myndskeiðið hér fyrir neðan var tekið upp á Heilsuleikskólunum Urðarhóli, feb. 2010. Kennarar: Birte Harksen og Gerður Magnúsdóttir

Síðast breytt
Síða stofnuð