Fó Feng! Fó Feng!

"Fó feng!" er slagorð leynifélags kattanna. Í bókinni Mabela the Clever læra mýsnar söng þar sem þau koma fyrir. Það er hins vegar liður í áætlun eins kattarins um að veiða þær allar. En sem betur fer tekst einni þeirra, Mabelu, að bjarga málunum.... Lagið hér fyrir neðan er bæði hægt að nota í sambandi við sögulestur, og líka sem hluta í hreyfileik, eins og sést á myndskeiðinu neðar á síðunni.

Fó feng

Göngum, göngum,
göngum fram á veginn,
horfum bara fram á við!
Aftast þrammar
vinur okkar kisan,
syngjum hátt:
Fó feng, FÓ FENG!

Lag: "Göngum, göngum".

Sagan um hina snjöllu Mabelu

Hin snjalla mús Mabela hlustaði á pabba sinn þegar hann sagði kenndi henni að fylgjast vel með, hugsa út í hvað hún væri að segja - og hreyfa sig HRATT ef þörf krefði. Þetta gerir henni kleift að komast undan kettinum og bjarga félögum sínum þegar hann hefur fundið leið til að plata mýsnar og veiða þær allar í einu. Kötturinn lét mýsnar halda að hann vildi veita þeim inngöngu í leynifélag kattanna. Það eina sem þær áttu að gera var að ganga í halarófu og syngja lag. Alltaf þegar þær sungu "Fó Feng!" greip hann öftustu músina og setti í pokann sinn. Mabela gekk fremst og fannst þetta svolítið grunsamlegt. Svo að hún gægðist aftur fyrir sig og skildi hvað var að gerast. Hún flúði undan kettinum, hann sat fastur í þyrnirunna og henni tókst að bjarga hinum músunum úr poka kattarins.

Bók eftir Margaret Read MacDonald

Göngum fram á veginn...

Hreyfileikurinn

Leiknum sem við leikum í sambandi við þessa bók er lýst í formála af höfundinum, Margaret Read MacDonald. Börnin ganga í röð og leika mýsnar sem syngja lagið sem kötturinn kenndi þeim, þ.e. lagið sem sést hér að ofan.

Í upphafi gengur kötturinn aftast. Hann getur bæði verið leikskólakennari og eitt barn úr hópnum. Við síðara "FÓ FENG"-ið í laginu grípur hann öftustu músina og setur hana aftur fyrir sig (semsagt í "pokann" á bakinu). Ef börnin eru mjög mörg getur hann tekið tvær mýs í einu. Allir þramma svo áfram þangað til að Mabela ein er eftir, en þá hleypur hún frá kettinum sem festist í runna. Mabela losar mýsnar og þær fagna allar.

Bókin á Amazon.

Þess má geta að Margaret Read MacDonald sá þetta myndskeið á YouTube og ákvað að vísa til þess í annarri bók sem hún var að skrifa og gaf síðan út árið 2013, Teaching with Story.

Síðast breytt
Síða stofnuð