Fyrirgefðu vinur minn

Þetta lag var búið til í samverustund árið 2005. Eftir leiðindatímabil með mörgum innbyrðis erjum milli barnanna lagði ég til að við ættum að gera lag um það að verða góðir vinir aftur. "Hvað getur maður gert til að sættast þegar maður hefur gert eitthvað sem ekki var svo gott?" spurði ég. "Maður getur sagt fyrirgefðu," svöruðu þau strax. "Er meira sem hægt er að segja?" spurði ég enn. "Já, ekki gera það aftur."

"Ágætt", hugsaði ég. "Þetta gæti orðið lag". "Er hægt að segja fleira?", spurði ég áfram. Þögn. Úps - þetta yrði víst stutt lag…

Þangað til ég spurði börnin hvað það væri sem ekki mætti gera. Þá kom listinn allur: Klóra, meiða, sparka, bíta o.s.frv.. Þá kom lokaspurningin: "Hvað má maður þá gera?" Þar með var lagið tilbúíð!

Hlustið á lagið með því að spila myndskeiðið hér að neðan. Það var tekið upp haustið 2010 á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Fyrst sjáum við dásamlegan tveggja ára strák rifja upp lagið með því að skoða myndrenninginn sem ég bjó til, en á eftir er lagið sungið af 3-5 ára börnum!

Fyrirgefðu vinur minn

  D        G
//:Fyrirgefðu vinur minn
  A       D
ég geri það ekki aftur ://

  G    A
Það má ekki klóra! 
  D    G
Það má ekki meiða!
  A    A7
Það má ekki sparka 
  D  D7
og bí-í-ta!

  G    A
Það má ekki lemja! 
  D    G
Það má ekki kýla!
  A    A7
Það má ekki hrinda 
  D 
og ý-ta!

//:Fyrirgefðu vinur minn 
ég geri það ekki aftur ://

Það má ekki klípa! 
Það má ekki stríða!
Það má ekki ulla 
og fru-u-sa!

En það sem þú mátt 
- og það er alveg klárt
Það er að knúsa 
og kys-sa!

Umsjón og aðstoð: Birte Harksen

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð