Ég er ísbjörn!

Ísbjarnaþemað á deildinni hjá okkur í ár verður alltaf sérstaklega eftirminnilegt, ekki síst út af snjóhúsinu sem við bjuggum til úr mjólkurkössum. Í rauninni má segja að við lærðum næstum því jafn mikið um inúítana, fólkið á Norðurskautssvæðinu, og þess vegna fjallar þetta lag jafn mikið um það og um ísbirni.

Að búa til lag eða texta er svo sniðug og auðvelt leið til að hjálpa börnunum til að muna eftir því sem þau hafa lært. Hér valdi ég að leggja áherslu á öll skrýtnu orðin sem við vorum búin að heyra: Nanuq = ísbjörn; inúíti = manneskja, igló = snjóhús, kajak = bátur, anórak = skinnjakki.

Nanuq, það heiti ég!

Inúítarnir, þeir búa í iglói

Ég er ísbjörn

Ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!

Inúítarnir, þeir búa í iglói.
En ekki ég.
Ég sef í snjóhelli.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!

Inúítarnir, þeir sigla á kajaki.
En ekki ég.
Í hafi syndi ég.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!

Inúítarnir klæðast anórakki.
En ekki ég. 
Með þykkan feld ég er.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!

Inúítarnir, þeir borða fisk og sel.
Það geri líka ég. 
Ég þarf að borða vel!
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!

Texti: Birte Harksen
Lag: Byggt á The Polar Bear Song, en breytt af Birte.

Inúítarnir, þeir sigla á kajaki

Ég þarf að borða vel!

Myndskeið

Ég náði aldrei nógu góðri upptöku þar sem öll börnin syngja lagið, þannig að í staðinn tók ég upp einsöng tveggja barna á deildinni. Undirspilið gerði tólf ára strákurinn minn, hann Bjarki, í Garage Band (en það er tónlistarforrit fyrir Makka). Þeir sem hafa áhuga geta sótt undirspil (án söngs) með því að smella hér.

Síðast breytt
Síða stofnuð