Hesturinn minn

Hugmyndin með þessu lagi er að börnin fái sjálf að velja hvaða lit hesturinn þeirra hefur og hvað hann kann eða gerir. Það leiðir af sér margar skrýtnar og skemmtilegar samsetningar. Hægt er að nota myndaspjöld til að gera börnunum kleift að "sjá" sjálf möguleikana á samsetningum, en það er auðvitað líka gaman að nota eigin hugmyndaflug.

Hesturinn minn

D
Sjáðu hestinn minn.
D
Sjáðu hestinn minn.
D          
Sjáðu hestinn minn,
          A
hann er fallegur!
D
Hesturinn minn, hann er
G       A     D
rauður og kann að fljúga, 
G       A     D
rauður og kann að fljúga,
G       A     D
rauður og kann að fljúga

Skiptið út skáletruðu hlutunum að vild!

Lag: Ole Steenen
Þýð.: Birte Harksen

Lagið er á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög og er einnig hér á Spotify.

Til útprentunar

Tilbrigði

Stundum nota ég lagið með öðrum dýrum eins og fiskum eða köttum. T.d. í tenglsum við lagið um hann Krúsilíus sem líka er mjög litskrúðugur köttur :o)

Þegar börnin ná þriggja ára aldri byrja flest þeirra að fá kímnigáfu fyrir ómögulegum samsetningum af þessu tagi, og þá byrjar þeim að finnast lagið fyndið.

Myndskeið

Myndskeiðið er tekið upp á Stjörnuhóli þar sem lagið er mjög vinsælt meðal 2-3 ára barna. Erna deildarstjóri og kennararnir á deildinni nota lagið oft, og það gladdi mig mikið að koma að syngja það með þeim - enda dásamleg söngstund eins og sjá má og heyra!

Síðast breytt
Síða stofnuð