Hvernig er veðrið í dag?

Eins og má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan nota ég þetta lag í hlustunarleik þar sem börnin eiga að reyna að greina hvaða hljóðfæri er spilað á og hvers konar veður það tákni. Leikurinn fer þannig fram að eitt eða tvö börn sitja fyrir aftan skilrúm með hljóðfærin og velja hvernig veðrið er lok hvers erindis. Hin börnin eiga svo auðvitað að giska. Eins og gerist svo oft hér á Íslandi breytist veðrið jafnvel oft yfir daginn :-)

Hvernig er veðrið í dag?

Hvernig er veðrið í dag?
Er það rigning, snjór eða sólskin?
Hvernig er veðrið í dag?
Við heyrum hvernig það er...

Hvernig er veðrið í dag?
Er það haglél, rok eða þrumur?
Hvernig er veðrið í dag?
Við heyrum hvernig það er...

Lagið ljósritaði ég fyrir löngu úr danskri tónlistarbók eftir Benedicte Riis og heitir á dönsku: "Hvordan bli´r vejret i dag". Þýðingin er mín eigin.

Lagið með gítargripum

Myndskeið

Myndskeiðið var tekið upp með 4-5 ára börnum í Lundabóli í janúar 2010.

Síðast breytt
Síða stofnuð