Tíu inúítar í snjónum

Við höfum verið með ísbjarnarþema á deildinni minni á Urðarhóli, og í því sambandi höfum við líka talað mikið um inúíta. Þetta lag varð til í framhaldi af því - við breyttum bara þekktu lagi til að passa við viðfangsefnið. Á myndunum má sjá hættulega ísbirni, og líka snjóhúsið okkar (igloo) sem við bjuggum til úr mjólkurkössum. Myndskeiðið er tekið upp í lokasamverustundinni í tengslum við ísbjarnaþemað.

Tíu inúítar

Einn og tveir og þrír inúítar,
fjórir og fimm og sex inúítar,
sjö og átta og níu inúítar,
tíu inúítar í snjónum!

Allir voru með spjót og byssu,
allir voru með spjót og byssu,
allir voru svo kátir og glaðir,
þeir ætluðu að skjóta ísbjörn!

Uss! Þarna heyrist tófa að gagga!
Uss! Þarna heyrist ís að braka!
Fram kom stóri, hvíti björninn!
Svo hlupu þeir heim til sín!

Svo hlupu einn og tveir og þrír inúítar,
fjórir og fimm og sex inúítar,
sjö og átta og níu inúítar,
en einn inúítinn varð eftir!

Hann var ekki hræddur við stóra björninn!
Bang! Hann skaut og hitti björninn!
Svo tók hann af honum allan haminn,
og hélt síðan heim til sín!

Svo komu einn og tveir og þrír inúítar,
fjórir og fimm og sex inúítar,
sjö og átta og níu inúítar,
allir til að dást að birninum!

Lag: Indjánalagið (Tíu litlir indjánar)
Texti: Birte Harksen og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma)

Gítargripin eru einföld: bara D og A til skiptis eftir línum.

Hér er líka PDF-skjal með textanum ásamt flottum myndum úr alvöru ísbjarnaveiðum.

Myndskeið

Myndir

Í snjóhúsinu sem við bjuggum til

Ísbjarnamamma með ísbjarnarhún í maganum!

Heimskautasvæðið okkur, með fullt af ísbjörnum...

Síðast breytt
Síða stofnuð