Á sandi byggði...

Þetta lag er enn eitt dæmið um hvernig hægt er að dýpka skilning barnanna á lagi með því að segja þeim frá sögunni á bak við það og sýna þeim hana með leikmunum og/eða leikþætti. Ég sýni söguna með leikfangaköllum og -húsi. Karlarnir tveir eru vinir, og þegar hús þess fyrra hrynur býður sá síðari honum að búa hjá sér. - Hreyfingarnar við lagið eru örugglega þekktar víða. Það er líka hægt að einfalda þær og fækka þeim fyrir yngstu börnin.

Á sandi byggði

Á sandi byggði heimskur maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á sandinum féll.

Á bjargi byggði hygginn maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á bjarginu stóð fast.

Hreyfingar

 • Sandi: hafa lófa flata, láta þá vísa niður og hreyfa fram og til baka yfir hvor annan.
 • Byggði: hnefar krepptir og slegið ofan á hvor annan.
 • Heimskur: mynda hringi með vísifingri sitt hvorum megin við eyrun.
 • Hús: mynda hús með því að láta fingurgóma snertast.
 • Steypiregn: hreyfa fingur og láta hendur fara niður í leiðinni.
 • Vatnið óx og óx: hendur eru niðri, lófar eiga að vísa upp. Hendurnar eru hreyfðar upp smám saman í takt við lagið.
 • Húsið: mynda hús með því að láta fingurgóma snertast.
 • Sandi: hafa lófa flata, láta þá vísa niður og hreyfa fram og til baka yfir hvorn annan.
 • Féll: láta báðar hendur falla niður.
 • Bjargi: lófar eru flatir og vísa niður. Þeir eru lagðir til skiptis ofan á hvor annan.
 • Byggði: hnefar krepptir og slegið ofan á hvor annan.
 • Hygginn: bent með vísifingri í átt að höfði.
 • Hús: mynda hús með því að láta fingurgóma snertast.
 • Steypiregn: hreyfa fingur og láta hendur fara niður í leiðinni.
 • Vatnið óx og óx: hendur eru niðri, lófar eiga að vísa upp. Hendurnar eru hreyfðar upp smám saman í takt við lagið.
 • Húsið: mynda hús með því að láta fingurgóma snertast.
 • Bjargi: lófar eru flatir og vísa niður. Þeir eru lagðir til skiptis ofan á hvor annan.
 • Stóð fast: klappað einu sinni.
Síðast breytt
Síða stofnuð