Ég er regnbogi í dag

Í tilefni af 10 ára afmæli vefsíðunnar Börn og tónlist (2018) gleður það mig mjög að kynna fyrir ykkur þetta nýja lag og upptökurnar sem við gerðum í vikunni. Við skemmtum okkur konunglega við myndatökurnar en lagið er yndislegt og átti alveg skilið að fá fallegt myndskeið. Hitt myndskeiðið er jafn dásamlegt en þar má heyra 6 ára stelpu syngja einsöng. Lagið heitir á ensku "Colors". Það er eftir Kira Willey og má finna á plötunni Dance for the Sun.

Þegar ég gerði íslenskan texta við lagið ákvað ég að aðlaga hann að bókinni Litaskrímslið eftir Anna Llenas, sem nú er einnig til í íslenskri þýðingu (kom út 2023). Bókin fjallar um skrímsli sem lærir að skilja tilfinningar sínar gegnum það hvernig það upplifir litina. Skrímslið fær hjálp frá vinkonu sinni til að aðgreina tilfinningar sínar frá hver annarri. Þetta er mjög falleg bók með lifandi og litríkum myndum. Hún er líka fáanleg sem "pop-up" bók á ensku og fæst á Amazon.

Ég hef gert myndrenning til að auðvelda börnunum að muna textann - smellið hér til að sækja hann. Ef þið viljið prenta lagið út, er það hér með gítargripum.

Ég er regnbogi í dag

Ég er gulur í dag.
Kátur og glaður eins og
fiðrildi.

Ég er blár í dag.
dapur eins og dropar á
glugganum.

Ég er svartur í dag.
Fullur af dimmum 
skuggum
- sem hræða mig.

Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir, já!
Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir, já!
Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir 
eru í mér.

Ég er rauður í dag.
Öskureiður eins og 
brunabíll.

Ég er grænn í dag.
Kyrr í logni eins og 
lauf á grein.

Ég er bleikur í dag.
Kærleiksríkur og 
blómstrandi
- alveg eins og rós.

Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir, já!
Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir, já!
Ég er regnbogi í dag.
Allir heimsins litir 
eru í mér.

Lag: Kira Willey: "Colors"
Íslenskur texti: Birte Harksen

Lagið með gítargripum (PDF, 330 KB)
Myndir fyrir myndrenning (PDF, 2,7 MB)
Lagið á ensku með Kira Willey (Youtube)

Myndskeið

Litaskrímsli barnanna

blár = dapur / leiður

svartur = hræddur

rauður = reiður

grænn = rólegur

gulur = kátur / glaður

bleikur = kærleiksríkur

Síðast breytt
Síða stofnuð