Bjarki rútustjóri

The Boy on the Bus eftir Penny Dale er barnabók þar sem textinn er gerður þannig að hann má syngja eftir sömu laglínu og Hjólin á strætó, nema í bókinni er verið að keyra um alla sveit og það eru dýrin sem keyra með.

Bjarki rútustjóri Kung-Fu Panda

Þegar við þýddum textann settum við Kung-Fu Panda inn í staðinn fyrir tvær geitur sem voru með í sögunni hjá Dale. Það vakti mikla hrifningu meðal barnanna :o). Þýðinguna má finna hér fyrir neðan. Myndskeiðið var tekið upp á Urðarhóli í feb. 2009.

Myndskeið

(Kennarar á Sjávarhóli eru Imma, Gerður, Sverrir, Birte og Arna)

Bjarki rútustjóri

Bjarki keyrir rútuna
um alla sveit,
alla sveit,
alla sveit.
Bjarki keyrir rútuna
um alla sveit.
Hver vill koma með?

Eldhressar endur!

Bjarki rútustjóri segir: 
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin 
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Bra, bra, bra!”
“Bra, bra, bra!”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Hver vill koma með?”

Glaðir grísir!

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin   
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Grísirnir í rú-ú-tunni 
segja “groink!”
“Groink,  groink, groink!”
“Groink,  groink, groink!”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
Hver vill koma með?

Kurteisar kýr!  
Hreykinn hestur!  
Hlæjandi hænsni!  
Kung Fu Panda!

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin   
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Kýrnar í r-ú-útunni 
segja “muh!”
Hesturinn segir 
“Íhí-hí-hí”
Hænsnin segja 
“Gok! Gok! Gok!”
út' um alla sveit.

Kung Fu Panda 
segir “Sjíng, sjúng, sjang”
Grísirnir segja 
“Groink-groink-groink”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Hver vill koma með?”

Kátar kindur! (29 stk.)

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin  (upp á þakið)
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Kindurnar í rú-ú-tunni 
segja “meeh”
“Meeh-meeh-meh!”
“Meeh-meeh-meh!”
Kindurnar í rú-ú-tunni 
segja “meeh”
út' um alla sveit.

Bjarki keyrir rútuna 
um alla sveit,
um alla sveit,
um alla sveit.
Bjarki keyrir rútuna 
um alla sveit.
Allir eru með!

Lag: "Hjólin á strætó"
Bók: The Boy on the Bus - A Sing-along Storybook eftir Penny Dale (Fæst t.d. á Amazon.uk Smellið hér til að panta).
Þýð: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson

Síðast breytt
Síða stofnuð