Fjöllin hafa vakað

Á Degi íslenskrar tungu tróðu allar deildir leikskólans upp með lag sem þær höfðu verið að æfa í tilefni dagsins. Skýjahóll fór svo sannarlega á kostum og rokkaði feitt með þetta sígilda rokklag eftir Ego og Bubba Morthens frá árinu 1982. Tómas Aron með rafmagnsgítarinn var þegar vinsæll starfsmaður á deildinni en ætli hann sé ekki núna orðinn rokk-hetja í augum barnanna?!

Fjöllin hafa vakað

Fjöllin hafa vakað
í þúsund ár.
Ef þú rýnir inn í bergið
sérðu glitra tár.
Orð þín kristal tær
drógu mig nær og nær. 
Ég reyndi að kalla á ástina
sem úr dvala reis í gær.

Þú sagðir mér frá skrýtnu landi
fyrir okkur ein. 
Þar yxu rósir á hvítum sandi
og von um betri heim.
Ég hló, þú horfðir á
augu þín svört af þrá.
Ég teygði mig í himininn
í tunglið reyndi að ná.

Sá er talinn heimskur
sem opnar sína sál. 
Ef hann kann ekki að ljúga
hvað verður um hann þá.
Undir hælinn verður troðinn
líkt og laufblöðin smá.
Við hræðumst hjarta hans
og augun blá.

Lag: Ego
Texti: Bubbi Morthens

Börnin teiknuðu myndir við lagið

Upptökur á deildinni

Hljóðupptaka

Síðar kom ég með tölvuna og hljóðnema í vinnuna og hjálpaði börnunum að taka upp lagið, bæði með og án rafmagnsgítars.
Upptaka af söng barnanna
Upptaka með rafmagnsgítar

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð