Lag í dós

Ef maður hefur komið sér upp safni af smádóti sem hægt er að nota sem leikmuni við mismunandi lög, getur það gefið góða raun að geyma það eins og sést á myndinni. Þetta verða þá "Lög í dós". Dósirnar eru stórar niðursuðudósir úr eldhúsi leikskólans. Þetta auðveldar bæði flutning og yfirlit, og þar að auki er skemmtilegra fyrir börnin að taka þátt í að velja lögin.

Með tímanum fjölgaði samt dósunum úr öllu valdi og til að auðveldara sé að stafla þeim ákvað ég að skipta yfir lög í kassa í staðinn. Lítið sýnishorn af safninu sést á þessari mynd:

Síðast breytt
Síða stofnuð