Kúrekalagið

Úr smiðju Eyvindar kemur hér en eitt vinsælt lag sem ég spái að muni slá í gegn hjá hvaða aldurhópi sem er, sérstaklega ef maður býr til smá sögu í kringum það til að skapa stemningu eins og gert var upphaflega þegar lagið varð til. Kúrekar eru svo svalir og svo gaman að leika þá. Ég veit ekki með ykkur, en ég get ekki beðið með að prufa að nota lagið í leikskólanum hjá mér... :))

Eyvindur segir frá því þegar lagið varð til:

"Kúrekalagið kom er ég sat með börnum á Laufásborg '87-'88 og bullaði einhverja sögu um indíána (Aní kúní var indíánalagið). En svo voru líka kúrekar á svæðinu og þeir þurftu lag strax og mér datt ekkert annað í hug en (var staddur í hljómnum E): Við erum kúrekar og við rekum margar kýr. Johnny Cash var það fyrsta sem mér datt í hug. Dúddú dadda kom á milli (góð æfing fyrir tunguna) Þessi fyrripartur var svo ókláraður þar til Bára Grímsdóttir kom með framhaldið og lokaði þar með hringnum eftir að við fluttum til Eyja. Og við rekum og svo framleiðis. Instant hit hjá börnunum og klikkar aldrei, prófaðu bara að fá hófhljóðin í gang, þá eru allir vegir færir."

Kúrekalagið

E
Við erum kúrekar

tatatútútatatútú (smellt í góm)
E
Við erum kúrekar tatatútú...
      B7      E  E7
Og við rekum margar kýr.
       A       E
Og við rekum og við rekum,
       B7       E  E7
Og við rekum margar kýr.
        A        E
Og við rekum og við rekum,
       B7      E  E7
Og við rekum margar kýr.

Texti: Eyvindur Ingi Steinarsson
Lag: Eyvindur Ingi Steinarsson og Bára Grímsdóttir

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð