Er krókódíllinn heima?

Þetta er leikur sem Björg Kristín fékk hugmyndina að þegar við vorum með strútaþema á deildinni. Myndskeiðið er tekið upp á sumarhátíð deildarinnar þar sem börnin voru búin að mála sig í framan sem strútar.

Er krókódíllinn heima?

Strútarnir: "Er krókódíllinn heima?"
Krókódílarnir: "Neeei! Hann er hjá tannlækninum!"
Strútarnir: "Hvað er hann að gera hja tannlækninum?"
Krókódílarnir: "Hann er að brýna beittu tennurnar sínar!"
Strútarnir: "Af hverju er hann að brýna 
       beittu tennurnar sínar?"
Krókódílarnir: "Til að geta bitið hausinn 
       af öllum strútum í Afríku!"
Strútarnir: "Hverjir eru allir strútar í Afríku?"
Krókódílarnir: "Það eruð ÞIÐ!!!!"

Hugmynd og útfærsla: Björg Kristín Ragnarsdóttir

Myndskeið

Strútaþema

Strútar eru stormerkilegir fuglar og var það mjög gaman að hafa strútaþema hjá okkur. Eins og sjá má á myndinni efst á síðunni gerðu börnin meðal annars risastóran strút, sem við tókum með í garðinn til Immu þegar lokahátiðin var. Strútar gefa frá sér skemmtileg hljóð og dansa líka furðulegan dans þar sem þeir leggja hálsinn aftur eftir búknum, breiða út vængina og lyfta þeim upp til skiptis.

Sjá líka: Krókódíllinn og strúturinn -- þjóðsaga frá Zambíu á leikuradbokum.net.

Síðast breytt
Síða stofnuð