Stoppdans með trommu og teningi

Þessi stoppdans varð til við tilviljun vegna þess að við fundum stóran tening úr svampi inni í íþróttasal. Leikurinn er mjög skemmtilegur vegna þess að börnin elska að umbreytast. Til eru mörg tilbrigði við leikinn, t.d. að velja annan flokk en dýr.

  1. Börnin ákveða hvaða hliðar teningsins svara til hvaða dýra. Hér erum við að nota myndir til að hjálpa okkur að muna.

  2. Þá byrjar dansinn. Kennarinn slær trommuritma um hríð meðan börnin dansa, en slær svo skyndilega þrisvar með báðum höndum á trommuna meðan hann hrópar: "1-2-3 - Frjósa!" Börnin frjósa þá í þeirri stellingu sem þau voru í.

  3. Börnin skiptast á að kasta teningnum. Þau breytast síðan í það dýr sem búið var að ákveða fyrir þá hlið. Eftir smá stund byrjar trommuleikurinn aftur og börnin dansa að nýju.

Síðast breytt
Síða stofnuð