Trommur og hringir

Þriggja ára börnin rannsökuðu hljóðin sem hægt er að fá fram úr flötum hringlaga trommum af mismunandi stærðum. Þau spiluðu með höndum og með kjuðum, hlustuðu á hljóðin sem urðu til og datt meira að segja í hug að rúlla trommunum eftir gólfinu, sem gaf alveg nýtt og dásamlegt hljóð þegar þær duttu niður...

Í myndskeiðinu má líka sjá hverning við héldum ferlinu áfram í næsta tíma en þá vorum við að einblína á ferhyrninga og spiluðum á ferkantaðar trommur og kassa af mismunandi stærðum.

Myndskeið

Veitum rými fyrir rannsóknarferlið

Í staðinn fyrir að sýna börnunum hvernig „ætti“ að spila til að fá besta hljóðið gaf ég þeim rými og tækifæri til að átta sig á því sjálf. Það var gaman að fylgjast með því þegar þau föttuðu að það skiptir miklu máli hvort tromman liggur í kjöltunni eða er lyft upp.

Það var líka eftirminnilegt þegar við uppgötvuðum hvernig titrandi hljóð myndast þegar við tölum rétt upp við trommuskinnið. Það er gott dæmi um hvernig frjálst rannsóknarferli getur gefið óvænta upplifun og þannig vakið hugleiðingar og spurningar hjá börnunum.

Býflugur

Börnin vita að þegar við segjum „Býflugur!“ setja allir kjuðana upp að enninu eins og fálmara. Það er skemmtileg og einföld leið til halda hljóðpásu.

Síðast breytt
Síða stofnuð