Springa, springa

Frá mágkonu mínni í Svíþjóð hef ég fengið þetta skemmtilega kennsluefni, Hej Kompis! eftir Lindu Andersson Burström. Þar eru 20 barnalög, bæði í bók og á geisladiski. Tvö lög eru sérstaklega skemmtileg og henta vel í danstíma með leikskólabörnum. Ég hef gert tvær litlar upptökur af þeim, sem má sjá hér á síðunni. Annað heitir "Springa, springa" og hitt "Upp och stå! Sitt ner!"

Springa, springa

Hej_kompis.jpg

Fyrir þá sem ekki eru nógu sleipir í sænskunni fylgir hér smá orðaskýring:

Springa = hlaupa
Hoppa = hoppa
Krypa = skríða
Smyga = læðast
Dansa = dansa
Viska = hvísla
Vänder vi oss om = snúum okkur við
Resur vi oss opp = stöndum upp

Upp och stå! Sitt ner!

Eins og í hinu laginu, gerir maður hér bara það sem textinn segir, aðallega að standa upp og setjast niður :-)

Í fyrsta erindi klöppum við taktinn, í næsta sláum við á hnén og í því síðasta snertum við tærnar.

Eins og sjá má á myndskeiðinu syngjum við viðlagið á íslensku: "Og svo syngjum við saman í kór: Stöndum upp, setjumst niður."

Síðast breytt
Síða stofnuð