Fainting Goats stoppdans

Mikið rosalega höfum við skemmt okkur vel í þessum stoppdans undirfarið. Þegar tónlistin stoppar birtist svangt tígrisdýr á veiðum og geiturnar sem voru áðan hoppandi kátar verða núna svo hræddar að það líður yfir þær. (Reyndar eru þær alveg við meðvitund en vöðvarnir stiðna upp svo að þær geta ekki hreyft sig). Að sjálfsögðu er ekki hægt að búast við hljóðum leikskólabörnum eins og heyra má á myndskeiðinu þar sem eymdarlegt jarm heyrist í bland við óskir um að láta éta sig…

Það er erfðasjúkdómur sem fær geiturnar til að stirðna upp þegar þær verða hræddar

Sumum tígridsýrum finnst greinilega líka gaman að snúa hlutverkunum við!

Það var skemmtileg tilviljun að ég skyldi einmitt vera í tígrisdýrabolnum mínum daginn sem við fórum fyrst í dansinn og þess vegna er hann núna ómissandi partur af fjörinu og staðsetur okkur á Indlandi (þó að ég sé reyndar hrædd um að "fainting goats" séu bara til í Ameríku og lifi alls ekki villtar).

Ég valdi skemmtilegt og hressilegt lag sem heitir: "Mundian To Bach Ke" og má finna á disknum: The Very Best of India, disc 1 og einnig á Spotify. Til að byrja með veiddi ég bara samkennara mína en það kom fljótt í ljós að börnin voru meira en til í að láta éta sig líka...

Ef maður vill lesa meira um Fainting Goats er góð grein hér. Einnig er fullt af myndskeiðum á YouTube.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð