Danshópmynd

Elstu börnin hjá okkur gerðu skemmtilega danshópmynd núna í vor. Þetta var mjög eftirminnilegt ferli sem við munum örugglega endurtaka. Bakgrunnurinn var fyrst unninn í sameiningu eins og sjá má í myndskeiðinu. Síðan dönsuðu krakkarnir fyrir okkur á meðan við tókum myndir af þeim. Ein mynd af hverju barni var prentuð og þau völdu hvar þau vildu vera á stóra hópmyndinni.

Tónlistin sem var notuð þegar bakgrunnurinn var málaður er úr Vináttu-verkefninu sem Barnaheill stendur fyrir hér á landi. Lagið heitir "Marflóin Milla" eftir Anders Bøgelund. Að sjálfsögðu má nota hvaða tónlist sem er en það sem gerði þetta lag svo frábært er að það er hresst og taktfast og börnin heyra hvenær á að skipta um, þ.e. þegar sungið er: "Nú skulum við skipta". Hitt lagið á myndskeiðinu heitir: "Trommestop" og er eftir Lotte Kærså og græsrødderne.

Myndskeið

Gaman er að segja frá því að ein stelpan okkar hætti í leikskólanum rétt áður en við byrjuðum á þessu ferli, en þar sem okkur langaði svo að hafa hana með á hópmyndinni fengum við foreldra hennar til að senda okkur dansmynd í tölvupósti.

Síðast breytt
Síða stofnuð