Stopp, stopp á stoppistöð

Þetta lag eftir Lotte Kærså, sem finna má á mynddisknum Leg, musik og bevægelse, er gaman að nota sem hreyfileik þar sem börnin fá að velja hvað við sjáum í ferðalaginu. Sjá myndskeiðið neðst á síðunni. Auðveldlega má syngja um rútuferð í stað lestarferðar og tengja ferðina við ákveðinn stað eða þema. Ef t.d. er verið að tala um sveitaferð geta börnin séð mismunandi húsdýr á leiðinni.

Stopp, stopp á stoppistöð

Stopp! Stopp á stoppistöð
Lestin tekur okkur með
Stopp! Stopp á stoppistöð
- Við erum kát og glöð!
Upp á brekku, niður brekku, aftur upp
klapp, klapp, klapp
Upp á brekku, niður brekku, aftur upp
klapp, klapp, klapp
Gegnum gluggann kíki ég,
gettu hvað ég sé.
Við stoppum hér!
________ hvað sérð þú?!

Lag eftir Lotte Kærså og Græsrødderne
Birte Harksen & Baldur A. Kristinsson þýddu.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð