The Pinocchio (Gosadans)

Þennan skemmtilega dans fann ég fyrir tilviljun á vefnum supersimplesongs.com. Þótt lagið sé á ensku er það svo einfalt að börnin læra það strax. Það er gaman að hreyfingunum - og svo eru þau líka stolt af að læra smá ensku. Pinocchio er auðvitað Gosi á íslensku.

Hreyfingarnar sjást á myndskeiðinu hér að neðan þar sem heyra má og sjá meirihlutann af laginu.

The Pinocchio

Everybody in,
Everybody out,
Everybody turn around,
Everybody shout - HEY!
Everybody ready -
Here we go,
Let's do the Pinocchio!

Þetta er endurtekið, og í hvert sinn er sagt meira af eftirfarandi með viðeigandi hreyfingum - þ.e. í fyrsta sinn á að lyfta hægri handlegg, í annað sinn hægri handlegg og svo vinstri handlegg o.s.frv.:

Right arm / Left arm
Right leg / Left leg
Chin up / Turn around
Sit down!

Lagið á Spotify

Birt með leyfi frá Super Simple Songs.

Myndskeið

Upptakan er frá Heilsuleikskólanum Urðarhóli og var gerð í alþjóðavikunni í október 2008.

Síðast breytt
Síða stofnuð