Flöskustútur

Allir þekkja leikinn Flöskustút. Hér er lítið lag sem hægt er að syngja við leikinn. Fyrst er lagið um fallegu flöskuna sungið og síðan er henni snúið í hringi. Laglínan er Berta bakaríisterta.

Flöskustútur

Einnig er hægt að nota leikinn til að "úlla" (sbr. "úllen-dúllen-doff"), þ.e. sjá hver fær næst að velja lag, spila á trommu o.s.frv.

Söngtextinn var saminn af vinnuhópi á námskeiði sem ég hélt á Kópahvoli í Kópavogi í nóvember 2007.

Flöskustútur

Hún snýst og hún snýst,
hún snýst í hringi,
fallega flaskan mín.
Á hvern mun hún benda?
Já, hvar mun hún lenda?
Fallega flaskan mín!

Laglína: Berta bakaríisterta

Síðast breytt
Síða stofnuð