Disco Pogo

Þetta lag hefur svo sannarlega orðið sumarsmellurinn okkar í ár á Urðarhóli. Við köllum það líka Tómasarlagið af því að það var Tómas sem kynnti okkur fyrir laginu og dansinum. Mig langar að þakka Tómasi sérstaklega fyrir þetta framlag, en hann er frábær starfsmaður og alveg upplagt efni í komandi leikskólakennara :) Börnin elska lagið og eru tilbúin að dansa við það hvar og hvenær sem er, eins og sést vel á myndskeiðinu hér að neðan.

Disco Pogo

Lagið er þýskt dansstuð-rapplag. Ég ætla ekki að skrifa allan textann hér, en börnin syngja oft með (og gera handahreyfingar) í viðlaginu, sem er svona:

DISCO POGO, dingelingeling, dingelingeling.
Alle Atzen sing'n
DISCO POGO, dingelingeling, dingelingeling.
Alle Atzen sing'n

Höfundar: Die Atzen (Frauenarzt & Manny Marc)
Af smáskífunni Disco Pogo sem kom út 2010.

Síðast breytt
Síða stofnuð