Once I caught a fish alive

Þetta lag er gaman að syngja með þeim handahreyfingum sem passa við framvinduna í textanum. Hlustið á laglínuna í myndskeiðinu hér að neðan.

Hægt er að kynna lagið fyrir börnunum með því að setja plástur á litlafingurinn, og þegar börnin spyrja hvernig standi á plástrinum, getur maður sagt söguna á bak við lagið - helst á eins dramatískan hátt og hægt er ... :-)

Once I caught a fish alive

One, two, three, four, five,
Once I caught a fish alive,
Six, seven, eight, nine, ten,
Then I let go again. 
Why did you let it go?
Because it bit my finger so.
Which finger did it bite?
This little finger on the right.

Myndskeið

Bimbi bimm

Sigrún (Rúna) Halldórsdóttir, tónmenntakennari í Borgarnesi gerði eftirfarandi þýðingu sem þegar hefur vakið mikla lukku:

Einn, tveir, þrír, fjórir,  fimm
ég veiddi fiskinn Bimba bimm.
Sex, sjö, átta, níu og tíu
í vatnið Bimbi stökk að nýju.
Af hverju slapp hann þá?
Hann beit í fingurinn æ, æ, á!
Hvaða fingur var það?
-----fingur nema hvað.
Síðast breytt
Síða stofnuð