Með pabba í búð

Ég bara varð að kaupa þessa dásamlega innkaupakerru í TIGER þegar ég sá hana. Mér datt strax í hug að það hlyti að vera hægt að finna leið til að nota hana í leikskólanum. Á leiðinni heim í bílnum fékk ég hugmynd að lagi og leik og daginn eftir fékk ég síðan hjálp frá tveimur indælum stelpum til að gera upptökur og fara í leikinn. Seinna gerðum við líka upptökur með elstu börnum leikskólans, og þær má líka sjá í myndskeiðinu neðar á síðunni.

Með pabba í búð

Ég fer með pabba í búð
- það er svo leiðinlegt!
Og ég fæ ekki snúð
- það er svo leiðinlegt!

En pabbi segir: „Nú
máttu hjálpa mér
að finna eitthvað
sem að byrjar á ....“

Lag og texti: Birte Harksen

Texti til prentunar (pdf)
Myndir af matvörum (pdf)

Myndskeið

Finnum eitthvað sem byrjar á...

Sniðugt að nota töfluna og skrifa upp orðin í leiðinni

Birte- og Immustund

GarageBand

Takt-stefið sem ég notaði í upptökurnar

Það er mjög auðvelt að búa til einfalt takt-stef í GarageBand og nota það sem undirspil við þetta lag. GarageBand er forrit sem fylgir iPad og iPhone og er líka til fyrir Makka. Maður stofnar nýtt prójekt og flettir til hliðar þangað til maður kemur að trommunni. Þar velur maður Smartdrums og leikur sér að því að byggja upp taktstefið. (Dragið mismunandi ásláttarhljóðfæri inn í ferninginn og breytið staðsetningunni þangað til þið finnið eitthvað sem ykkur líst á).

Síðast breytt
Síða stofnuð