Þýtur í laufi

Þegar ég kom í skemmtilega heimsókn í Korpukot í Grafarvogi árið 2012 sungu börnin í útskriftarhópnum m.a. fyrir mig þetta fallega lag undir stjórn leikskólakennarans þeirra, Hólmfríðar Jónsdóttur. Þau kalla sig Korpukórinn og standa svo sannarlega undir nafni.

Á síðunni Der bor en bager má lesa meira um kórinn og starf Hófýjar.

Þýtur í laufi

Am         Dm
Þýtur í laufi bálið brennur,
Am          E7
blærinn hvíslar sofðu rótt.
Am           Dm 
Hljóður í hafið röðull rennur, 
Am    E     Am
roðnar og bíður góða nótt.

G          C 
Vaka þá ennþá vinir saman,
G    G7      C  E7 
varðeldi hjá í fögrum dal.
Am            Dm
Lífið er söngur glaumur gaman,
Am     E     Am
gleðin hún býr í fjallasal.

Lag: Aldís Ragnarsdóttir.
Texti: Tryggvi Þorsteinsson.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð