Við klöppum atkvæði

Þessa dagana eru leikskólar um allt land að finna skemmtilegar leiðir til að vinna með læsi gegnum leik. Lítil frænka mín í Danmörku gaf mér þessa hugmynd sem er ótrúlega einföld og mér fannst gaman hvað hún er áhrifarík í að virkja börnin.

Í hverri umferð velur eitthvert barnanna dýr og við klöppum atkvæðafjöldann í nafninu. Síðan fær barnið að slá atkvæðafjöldann á þríhorn líka, sem gerir það svolítið meira spennandi að velja og styrkir líka tilfinninguna fyrir atkvæðunum. Laglínan sem við notum í viðkvæðinu á milli umferða er "Meistari Jakob".

Við klöppum atkvæði

Við klöppum atkvæði
Við klöppum atkvæði
Hvaða dýr?
Hvaða dýr?

Ég ákvað að nota dýr, en auðvitað er hægt að nota hvaða annað fyrirbæri sem er á myndunum, eða jafnvel bara syngja "hvaða orð" og láta börnin velja alveg frjálst. Þá væri líka hægt að leggja "sport" í að finna löng orð með mjög mörgum atkvæðum :)

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð