Lemúra-leikur

Við fundum upp á þessum hreyfileik í sambandi við lemúraþema sem við vorum með á deildinni okkar á Urðarhóli haustið 2010. Í leiknum notum við ýmislegt sem við lærðum um lemúra og um Madagaskar í þemavinnunni. Eins og heyra má í lok myndskeiðsins breyttum við líka norskri vögguvísu og tengdum hana við þetta þema.

Það sem lemúrarnir í leiknum gera er t.d.: að fara í sólbað, að flýja undan Fossunni (sem er rándýr á eynni), að hoppa lemúrahopp, að fara í störukeppni til að reka utanaðkomandi lemúra úr hópnum, að kúra saman í þéttum hóp, -- og svo vita allir náttúrulega að lemúrar elska að dilla sér :o)

Vögguvísa lemúramömmu

Þegar lemúramamma hefur lagt lemúrabörnin
og bundið þau saman á skottunum
þá syngur hún fyrir litlu krílin
það fallegasta orð sem hún þekkir:
Kúejejejej púff!
Kúejejejej púff!
Kúejejejej púff! púff!
Kúejejejej púff!

Upphaflega útgáfan er þekkt í Noregi og Svíþjóð og fjallar um tröllamömmu og tröllabörnin hennar.

lemúrar í sólbaði

lemúrar að kúra

Barnabók um lemúra

Við mælum með bókinni: "A little lemur named Mew" eftir Joyce Powzyc.

Síðast breytt
Síða stofnuð