Pysjukast

Agnes kennari er búin að segja okkur skemmtilegar sögur af lundum frá æskuárum sínum á Vestmannaeyjum. Hún fræddi okkur til dæmis um það hvernig pysjum er bjargað á hverju sumri af börnum sem kasta þeim út á sjó. Í framhaldi fékk Agnes hugmyndina að þessum bráðskemmtilega leik og það var svo gaman hjá okkur í dag þegar við gerðum upptökuna hér fyrir neðan, að mér fannst bara allt í lagi að búa til síðu hér á Börn og Tónlist. Ætli við tengjum ekki bara leikinn við lag einhvern tíma í framtíðini ;o)

Það er gaman þegar pysjan lendir í sjónum

Pysjuna fundum við í Góða hirðinum og kostaði hún ekki nema tíkall. Hún var reyndar mörgæs upphaflega en það var ekkert mál breyta henni í lunda með því að gera gult í kringum gogginn og teikna upp lundaaugun með einkennilega strikinu.

Síðast breytt
Síða stofnuð