Fimm litlir apar

Þetta lag var eitt af fyrstu íslensku barnalögunum sem ég lærði þegar ég kom til Íslands og mér fannst það alveg stórkostlegt, ekki síst út af hreyfingunum. Síðan hef ég komist að því að lagið er þýtt úr ensku, en hver þýðandinn er veit ég ekki. Með elstu börnunum er gaman að nota lagið í tengslum veð hreyfingaleik sem ég lýsi hér fyrir neðan.

Aparnir fimm og krókódíla-handbrúðan frá æsku mínni

Handbrúðukrókódíll

Með yngstu börnunum í leikskólanum nota ég handbrúðuna og apabangsana mína og hef alltaf lúmskt gaman af að sjá hvernig sum börn fá alveg nýja sýn á hvað þetta lag fjallar um þegar þau "sjá" það í fyrsta sinn. Til að létta stemninguna er nauðsynlegt að leika Hr. Krókódíl svolítið ýkt, þannig að það verði fyndið og börnin fari að hlæja. Ég kalla líka alltaf inn í maga til að heyra í öpunum hvort það sé ekki örugglega allt í lagi með þá þarna inni?! Í lokin fara þeir að dansa í maganum á krókódílnum honum til mikils pirrings og óþæginda, og hann ropar hátt og aparnir bjargast allir!

Fimm litlir apar

Fimm litlir apar sátu uppi í tré
Þeir voru að stríða krókódíl:"Þú nærð ekki mér!"
Þá kom hann Herra Krókódíll
svo hægt og rólega og... AMMM!

Fjórir litlir apar... o.s.frv.

Bandarískt þjóðlag (Five little monkeys).

Hreyfileikurinn

Þessi leikur varð til eitt árið þegar hópur barna var að leika sér inni í herbergi á deildinni. Á gólfinnu lá eitt barnið á maganum og í gluggukístunni (sem er líka bekkur) stóðu hin og sögðu: "Na-na-na-bú bú!". Síðan hlupu þau yfir gólfið og reyndu að verða ekki klukkuð á leiðinni og þar með breytast í krókódíl.

Þegar ég sá þetta stakk ég upp á að þau gætu sungið krókodílalagið með, og talið í hvert skipti hvað aparnir væru margir eftir. Getið þið ímyndað ykkur hvað maður þarf að vera hugrakkur þegar maður er síðasti apinn sem er eftir og gólfið er krökkt af svöngum krókódílum?

Þeir voru að stríða krókódíl. Þú nærð ekki mér!

Þá kom han Herra Krokódíll svo hægt og rólega og ...

Síðast breytt
Síða stofnuð