Mig langar í flóðhest um jólin

Ég varð svo glöð þegar ég heyrði þetta yndislega lag sem starfssystir mín, Ingibjörg Sólrún Ágústdóttir (Inga), hafði þýtt úr ensku og notaði í Skólatröð. Ég varð alveg heilluð og bað strax um að fá að kynna það á Börn og tónlist. Saman unnum við Inga að því að láta Skólatraðarbörnin mála flóðhest og hann varð svo dásamlega feitur og glaður að ég held að núna langi okkur bara öll í slíkan flóðhest um jólin!

Mig langar í flóðhest um jólin

Mig langar í flóðhest um jólin
Það væri frábær jólagjöf til mín.
Ég vil ekki dúkku 
eða draug sem segir: „Bú!“
Mig langar bara í flóðhest til að knúsa hér og nú!

Mig langar bara í flóðhest um jólin.
Sko Sveinki gæti alveg reddað því.
Hann þyrfti ekki’ að troða sér niður skorsteininn.
Hann dinglar bara bjöllunni’ og ég hleypi honum inn.

Ég ímynda mér 
að læðast niður 
og kíkja í skóinn minn.
Hversu óvænt væri það 
að kíkja í skóinn minn
og sjá þar flóðhestinn 
minn vinka mér!

Mig langar í flóðhest um jólin.
Það væri frábær jólagjöf til mín.
Ég vil ekki dúkku 
eða draug sem segir: „Bú!“
Mig langar bara í flóðhest til að knúsa hér og nú!

Og flóðhesturinn hann vill líka mig!

Lag: I Want a Hippopotamus for Christmas
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir íslenskaði
Lagið sem pdf: Flo__769__ðhest_um_jo__769__linn.pdf

Myndskeið

Lagið á ensku

Lagið heitir a ensku "I Want a Hippopotamus for Christmas" og er eftir John Rox. Þegar það kom út árið 1953 var það sungið af Gayla Peevey sem þá var 10 ára og náði töluverðum vinsældum í Bandaríkjunum. Myndskeiðið með upphaflegu útgáfunni er dásamlegt og ég mæli með að horfa á það:

Síðast breytt
Síða stofnuð