Örninn flýgur fugla hæst

Þetta er gamalt íslenskt þjóðkvæði sem Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma) aðlagaði að sænsku lagi. Hún heillaðist svo mikið af hinni seiðandi stemmningu í laglínuni og fékk í framhaldi þá hugmynd að nota hana með þjóðkvæðinu um örninn. Börnin heilluðust eins og við, og eins og heyra má í myndskeiðinu voru mörg þeirra til í að syngja einsöng.

Í lokastundinni voru börnin máluð eins og ernir í framan

Það er Imma sem vinnur með börnunum í listaskála. Sú vinna tengist oftar en ekki þemadýrinu sem við erum með hverju sinni. Neðar á síðunni má meðal annars sjá fáein dæmi um listaverk barnanna sem þau gerðu í tengslum við arnarþemað okkar.

Örninn flýgur fugla hæst

Örninn flýgur fugla hæst
í forsal fjallavinda.
Aðrir fugla verða að
láta sér það lynda
að kvaka, tísta og krunka hátt,
í Kópavoginum fljúga lágt
og á tjörninni synda.

Lag: Tula hem og och tula vall
Texti: íslenskt þjóðkvæði í aðlögun Immu.

Í upphaflegu útgáfunni er textinn svona:

Örninn flýgur fugla hæst
í forsal vinda.
Hinir sér það láta lynda
leika, kvaka, fljúga og synda.

Þeir sem ekki þekkja upphaflega lagið geta m.a. fundið það á plötunni Út um græna grundu (1977), þar sem það er sungið af Berglindi Bjarnadóttur. Það er hér á Spotify.

Á þessari síðu er einnig hægt að sjá nótur að laglínu við vísuna.

Myndskeið með einsöng

Börnin tóku virkan þátt í að taka upp sönginn. Það þótti þeim mjög spennandi eins og sést greinilega á þessari mynd:

Það var gaman að gera upptökur

Tula hem och tula vall

Á þessari mynd sést laglínan með sænska textanum en hann er eftir Alice Tegnér og fjallar augljóslega ekki um erni:

Svipmyndir úr listaskála með Immu

Skallaörn

Fljúgandi örn

Samstarfið með Immu

Ég er svo ótrúlega heppin að hafa unnið með Immu í meira en tíu ár. Gegnum árin höfum við unnið með meira en 30 mismunandi dýraþemu á deildinni okkar og hvert þema leiðir okkur alltaf á nýjar slóðir.

Við Imma á góðri stund í Stokkhólmi

Síðast breytt
Síða stofnuð