Arnardansarnir hér á síðunni er klassískt dæmi um hversu auðvelt það er tengja saman nýjar og gamlar hugmyndir þannig að það passar á skemmtilegan hátt inn í það sem maður er að vinna með á deildinni hverju sinni. Að þessu sinni er það arnarþema. Börnin höfðu mikinn áhuga á eggjum og hreiðri arnanna, og inni á deild gerðu þau æðislega fínt hreiður úr pappakassa, hænsnaneti, taureimum og smágreinum ásamt tveimur eggjum úr blöðum og gipsi. Þetta hefur skapað frábæran ramma um hlutverkaleik síðustu vikurnar.

Það gaf okkur öllum mikinn innblástur að fylgjast með skallaarnarhjónum á netinu gegnum vefmyndavél, en þau höfðu einmitt verpt tveimur eggjum í janúar þegar við byrjuðum á þemanu. Við fylgdumst með eggjunum klekjast út og sáum arnarungana stækka dag frá degi, og erum nú að bíða eftir að þeir geti flogið úr hreiðrinu.

Skallaarnarfjölskyldan okkar
Skærmbillede_2017-02-13_kl._20.44.01
 

Dans 1: Arinn, assan og eggið

Mig langaði að búa til dans þar sem arinn og assan væru að skiptast á að liggja á egginu í hreiðrinu á meðan hinn fuglinn flýgur um (og veiðir sér til matar). Börnin eru saman tvö og tvö og fá "egg" til að passa. Þegar dansinn byrjar er assan á egginu á meðan arinn flýgur um, og síðan skiptast þau á, en þurfa alltaf að finna réttan maka og rétt egg. Dansinn má sjá í myndskeiðinu neðst á síðunni ásamt hinum dönsunum.

Assan liggur á eggjunum sínum
P1275608___40__1__41__

Tónlistin sem ég nota undir fylgir námsefninu hennar Elfu Lilju: "Hring eftir hring". Þar er lagið kallað Lady Marian og er á disk 2. Lagið passaði vel vegna þess að það skiptist í A- og B-kafla sem skilgreina hvað börnin eiga að gera: Í A-hlutanum fljúga þau, og í B-hlutanum skipta þau.

Dans 2: Arnar Hókí Pókí

Arnarungarnir fá kennslu í að læra að fljúga. Þetta er tilbrigði við dans sem flestir þekkja vel. Börnunum fannst þetta mjög fyndin tilbreyting. Ég notaði bara hefbundið Hókí Pókí lag sem undirspil en söng nýjan texta yfir á meðan við dönsuðum:

Börnin gerðu arnarþrykkmyndir
DSC03655
Ernir að knúsast
DSC08467
Við setjum hægri vænginn inn,
og hægri vænginn út.
Við setjum hægri vænginn inn, 
og hristum hann svo vel!
Við dönsum arnardansinn, 
og fljúgum svo í hring.
Þetta er allt og sumt!

Við setjum vinsti vænginn inn...

Við setjum hægri klóna inn...

Við setjum vinstri klóna inn...

Við setjum gogginn inn...

Við setjum stélið inn...

...og svo fljúgum við af stað!

Tónlist: "The Hokey Pokey #1" Greg & Steve af plötunni Music and Movement in the Classroom

Hægt er að hlusta á lagið á YouTube.

Ungarnir eru að fara að læra að fljúga
IMG_5630

Dans 3: Arnar-stoppdans

Einfaldur stoppdans þar sem börnin fljúga um salinn við fjöruga tónlist. Þegar tónlistin stoppar fara allir ernir aftur í hreiðrin sín, þar sem þau eru tvö og tvö saman. Hægt er að leyfa þeim að fara einfaldlega í það hreiður sem er næst þeim þegar tónlistin stoppar, eða að láta börnin leika arnarhjón sem snúa alltaf aftur í sama hreiður.
Tónlistin sem ég notaði hér er "Opus One" eftir Tommy Dorsey.

Myndskeið með dönsunum þremur: