Bjarki_rútustjóri.jpg
Bjarki_rútustjóri

The Boy on the Bus eftir Penny Dale er barnabók þar sem textinn er gerður þannig að hann má syngja eftir sömu laglínu og Hjólin á strætó, nema í bókinni er verið að keyra um alla sveit og það eru dýrin sem keyra með.

Þegar við þýddum textann settum við Kung-Fu Panda inn í staðinn fyrir tvær geitur sem voru með í sögunni hjá Dale. Það vakti mikla hrifningu meðal barnanna :o). Þýðinguna má finna hér fyrir neðan. Myndskeiðið var tekið upp á Urðarhóli í feb. 2009.

Myndskeið

(Kennarar á Sjávarhóli eru Imma, Gerður, Sverrir, Birte & Arna)

Bjarki rútustjóri

Kung-Fu_Panda.jpg
Kung-Fu_Panda
Bjarki keyrir rútuna
um alla sveit,
alla sveit,
alla sveit.
Bjarki keyrir rútuna
um alla sveit.
Hver vill koma með?

Eldhressar endur!

Bjarki rútustjóri segir: 
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin 
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Bra, bra, bra!”
“Bra, bra, bra!”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Hver vill koma með?”

Glaðir grísir!

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin   
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Grísirnir í rú-ú-tunni 
segja “groink!”
“Groink,  groink, groink!”
“Groink,  groink, groink!”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
Hver vill koma með?

Kurteisar kýr!
Hreykinn hestur!
Hlæjandi hænsni!
Kung Fu Panda!

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin   
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Kýrnar í r-ú-útunni 
segja “muh!”
Hesturinn segir 
“Íhí-hí-hí”
Hænsnin segja 
“Gok! Gok! Gok!”
út' um alla sveit.

Kung Fu Panda 
segir “Sjíng, sjúng, sjang”
Grísirnir segja 
“Groink-groink-groink”
Endurnar í rú-ú-tunni 
segja “bra!”
“Hver vill koma með?”

Kátar kindur! (29 stk.)

Bjarki rútustjóri segir:
“Komið inn!
Öll dýr eru 
velkomin!”
Farið svo í sætin  (upp á þakið)
og sitjið kyrr!
Nú leggjum við af stað!”

Kindurnar í rú-ú-tunni 
segja “meeh”
“Meeh-meeh-meh!”
“Meeh-meeh-meh!”
Kindurnar í rú-ú-tunni 
segja “meeh”
út' um alla sveit.

Bjarki keyrir rútuna 
um alla sveit,
um alla sveit,
um alla sveit.
Bjarki keyrir rútuna 
um alla sveit.
Allir eru með!

Lag: "Hjólin á strætó"
Bók: The Boy on the Bus - A Sing-along Storybook eftir Penny Dale (Fæst t.d. á Amazon.uk Smellið hér til að panta).
Þýð: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson