CD:Maja Maríuhæna og önnur barnalög
Maja

Nú er hægt að hlaða niður lögunum af geisladisknum mínum "Maja maríuhæna og önnur barnalög". Diskurinn inniheldur 12 stutt barnalög sem auðvelt er að nota í leikskólastarfinu. Flest laganna eru þýdd úr dönsku, en einnig eru þarna frumsamin lög og erlend þjóðlög með frumsömdum texta. Kópavogsbær styrkti gerð disksins.

Í vinnu minni á Urðarhóli undanfarin ár hef ég með dyggri aðstoð mannsins míns, Baldurs Kristinssonar, þýtt allmörg dönsk barnalög til að geta notað þau í söngstundum o.s.frv. Vorið 2007 bauðst Sigtryggur Baldursson til að aðstoða mig við upptökur á sumum þessara laga svo að ég gæti gefið þau út á geisladiski. Það þáði ég auðvitað með þökkum, og útkoman er þessi stutti diskur með 12 lögum (um 20 mín. samtals).

Fjórar stelpur af elsta ári á Urðarhóli komu með mér í hljóðverið til að syngja með mér á helmingi laganna, og sonur minn, Matthías syngur einsöng í einu lagi, Kirie-Kirio.

Nú þegar geisladiskar eru að verða úreltir hef ákveðið að gera lögin aðgengileg ókeypis gegnum þessa síðu. Ég er samt enn með nokkra diska ef einhver hefur áhuga áð að eignast eintak. Lagalistinn er hér að neðan. Smellið á heiti lagsins til að fara á sérsíðu um það, með texta, gítargripum o.fl. Smellið á mp3-tenglana til að sækja viðkomandi lag sem mp3-skrá. Einnig er hægt að sækja allar mp3-skrárnar saman í einni zip-skrá (um 21 MB).

 1. Ruggutönnmp3
 2. Ljónafjölskyldamp3
 3. Kirie-Kiriomp3
 4. Ég er fiðrildimp3
 5. Hesturinn minnmp3
 6. Gaggala-gúmp3
 7. Maja maríuhænamp3
 8. Ingi indjánimp3
 9. Lítil lirfamp3
 10. Álfadrottninginmp3
 11. Á Íslandi á ég heimamp3
 12. 1-2-3 maríuhænurmp3

Hér eru líka til gamans nokkrar myndir frá upptökunum í hljóðverinu:

Birte á upptökudegi
Studie4

Sigtryggur og Matthías
Studie3
Matthías
Studie1
Sigtryggur gerir klárt
Studie5
Stelpurnar
Studie7
Risastórar trommur
Studie8