CD:Maja Maríuhæna og önnur barnalög
Maja

Geisladiskurinn "Maja maríuhæna og önnur barnalög" inniheldur 12 stutt barnalög sem auðvelt er að nota í leikskólastarfinu. Flest laganna eru þýdd úr dönsku, en einnig eru þarna frumsamin lög og erlend þjóðlög með frumsömdum texta. Kópavogsbær styrkti gerð disksins.

Í vinnu minni á Urðarhóli undanfarin ár hef ég með dyggri aðstoð mannsins míns, Baldurs Kristinssonar, þýtt allmörg dönsk barnalög til að geta notað þau í söngstundum o.s.frv. Vorið 2007 bauðst Sigtryggur Baldursson til að aðstoða mig við upptökur á sumum þessara laga svo að ég gæti gefið þau út á geisladiski. Það þáði ég auðvitað með þökkum, og útkoman er þessi stutti diskur með 12 lögum (um 20 mín. samtals).

Fjórar stelpur af elsta ári á Urðarhóli komu með mér í hljóðverið til að syngja með mér á helmingi laganna, og sonur minn, Matthías syngur einsöng í einu lagi, Kirie-Kirio.

Lagalistinn er sem hér segir. Smellið á laganöfnin til að fara á sérsíðu með hverju lagi, þar sem finna má textann og hluta lagsins á mp3-sniði.

 1. Ruggutönn
 2. Ljónafjölskylda
 3. Kirie-Kirio
 4. Ég er fiðrildi
 5. Hesturinn minn
 6. Gaggala-gú
 7. Maja maríuhæna
 8. Ingi indjáni
 9. Lítil lirfa
 10. Álfadrottningin
 11. Á Íslandi á ég heima
 12. 1-2-3 maríuhænur

Hér eru líka til gamans nokkrar myndir frá upptökunum í hljóðverinu:

Birte á upptökudegi
Studie4

Sigtryggur og Matthías
Studie3
Matthías
Studie1
Sigtryggur gerir klárt
Studie5
Stelpurnar
Studie7
Risastórar trommur
Studie8