Í sambandi við þema um endurvinnslu notuðum við lagið um Mikka frænda sem finnur ýmislegt nothæft á ruslahaug og setur það í malinn sinn og býr til úr því hljóðfæri. Til að leggja áherslu á endurvinnsluþáttinn gerðum við tvö viðbótarerindi við lagið.
Mikki Frændi
Heimagerð hljóðfæri úr malnum hans Mikka
Rétt við ruslabing,
ryðgað dót í kring,
brotið gler og beyglað pjátur.
Mikki frændi minn,
malinn fyllir sinn.
Við það gerist karlinn kátur.
Lífið hljóðlátt aldrei er,þar sem aldinn Mikki fer.Gamla fötu fannog nú hamrar hann,botninn eins og best hann kann.
Skröltormurinn gefur frá sér frábært hljóð
Því sem fleygir þú
Það hann notar nú,
endurnýtir vel og bætir.
Ryðgað rusl í bing
reynist þarfaþing
Mjög það Mikka gamla kætir
Lífið hljóðlátt aldrei er,þar sem aldinn Mikki fer.Gamla fötu fann og nú hamrar hann, botninn eins og best hann kann.
Elstu börnin og endurvinnslu-vélmennið
Þennan sælusöng
syngjum dægrin löng
haust og sumar, vor og vetur.
Af Mikka læra má
um Móður Jörð að sjá,
hennar gæta' og gera betur
Lífið hljóðlátt aldrei er,þar sem aldinn Mikki fer.Gamla fötu fann og nú hamrar hann, botninn eins og best hann kann.
Danskt þjóðlag: "Fætter Mikkel"
Þýð: Auður Guðjónsdóttir (1. erindi og viðlag)
Viðbót: Baldur Kristinsson og Birte Harksen (2. og 3. erindi)
Upptakan hér fyrir neðan er frá lokakynningunni á verkefninu þegar við syngjum fyrir hin börnin.
Steef van Oosterhout með hljóðfæri úr hrossakjálka
Steef Van Oosterhout er sannkallaður "Mikki frændi" að því leyti að hann getur spilað á ótrúlegustu hluti og breytt hverju sem er í hljóðfæri. Hann er annar helmingur Dúó Stemma sem hefur komið fram fyrir leikskólabörn um allt land með "hljóðasögu" sína um Fíu og Dúdda dordingul, en hinn helmingurinn er konan hans Herdís Anna Jónsdóttir. Í sýningunni spilar Steef meðal annars á hestakjálka, steina, skeiðar og jógúrtdós...