Umferðarfræðslan hjá okkur hefur verið sérlega lifandi og skemmtileg í haust, ekki síst út af nýja umferðarlaginu okkar og leiknum sem hefur fylgt því. Ég er alveg sérstaklega ánægð með útkomuna í myndskeiðinu sem sjá má neðar á síðunni og vona að þið hafið gagn og gaman af!

Skærmbillede_2016-11-27_kl._22.58.08

Umferðarskiltin máluð
DSC02718

Verðum umferðarklár!

G       C
Þegar þú ert á ferðinni skaltu
D      G
passa þig á umferðinni.
G       C
Mundu að vera vakandi
D         G
- þegar bílar koma akandi.
Gangbraut verður til
DSC02776
G         C
Ekki hlaupa yfir götuna,
D       G
- alltaf finna gangbrautina.
G         C
og síðan STOPPA og gá 
til að verða...
D    G   D    G
umferðarklár! Umferðarklár!

Vinstri - hægri - vinstri
Vinstri - hægri - vinstri

“King of the Road” eftir Roger Miller
Texti: Birte Harksen

Broddgeltir á gangbrautinni
DSC02811

Broddgeltir í umferðinni

Hugmyndina að umferðarlaginu fékk ég frá umferðaröryggisherferð frá Bretlandi þar sem lagið "King of the road" er tengt við broddgelti sem eru að læra umferðarreglurnar.

Í Danmörku hafði ég nýlega séð broddgölt sem hafði orðið fyrir bíl og ég sagði börnunum frá því að broddgeltir reyna að vernda sig með því að hnipra sig í kúlu og setja upp broddana - en að það dugar þeim lítið í umferðinni...

Strákarnir á myndinni voru að koma úr íþróttum og sáu leikinn hjá okkur, en þeir mundu eftir því sem við höfðum talað um og langaði að leika broddgelti í staðinn fyrir gangandi fólk :)