Ég geri þetta þekkta lag lifandi fyrir börnunum með því að gera leikmynd og fígúrur og með þeirra hjálp segja börnunum frá því hvernig ég fer upp í sveit með strákinn minn ("hjartað mitt litla") og segi honum frá því sem ber fyrir sjónir og því sem heyra má í náttúrunni.

Fossbúinn_kveður


Ég legg sérstaka áherslu á hljóðin í vindinum, læknum o.s.frv. Börnunum finnst sérstaklega fyndið og skemmtilegt að heyra söng fossbúans sem gægist syngjandi fram úr "sturtunni" sinni í fossinum...

Fossbúinn kveður
Fossbúinn
Dm        F
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
A7        Dm      A7
geysast um lundinn létt eins og börn.
Dm        F   
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
A7         Dm
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
F         C
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
Dm       A7
hóar nú smalinn brúninni frá.
Dm        F
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
A7         Dm
frjálst er í fjallasal.

Lag: sænskt þjóðlag / Þýðandi: Helgi Valtýsson

Ath. Margir syngja "geysast um löndin" en þannig var ekki upphaflega þýðingin.